Forseti Íslands
The President of Iceland
Íslensku bókmenntaverðlaunin
Forseti afhendir Íslensku bókmenntaverðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Í flokki fagurbókmennta hlaut þau Guðmundur Óskarsson fyrir skáldsöguna Bankster. Í flokki fræðirita og rita almenns efns hlaut verðlaunin Helgi Björnsson fyrir ritið Jöklar á íslandi.
Tilnefndar bækur eru í flokki fagurbókmennta:
Böðvar Guðmundsson fyrir verkið Enn er morgunn, útgefandi Uppheimar.
Guðmundur Óskarsson fyrir verkið Bankster, útgefandi Ormstunga.
Gyrðir Elíasson fyrir verkið Milli trjánna, útgefandi Uppheimar.
Steinunn Sigurðardóttir fyrir verkið Góði Elskhuginn, útgefandi Bjartur.
Vilborg Davíðsdóttir fyrir verkið Auður, útgefandi Mál og menning.
Í flokki fræðibóka og bóka almenns efnis:
Árni Heimir Ingólfsson fyrir verkið Jón Leifs-Líf í tónum, útgefandi Mál og menning.
Helgi Björnsson fyrir verkið Jöklar á Íslandi, útgefandi Bókaútgáfan Opna.
Jón Karl Helgason fyrir verkið Mynd af Ragnari í Smára, útgefandi Bjartur.
Kristín G. Guðnadóttir fyrir verkið Svavar Guðnason, útgefandi Bjartur.
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir fyrir verkið Á mannamáli. Ofbeldi á Íslandi, útgefandi JPV útgáfa.
Letur: |
| |