Heiðursdoktor
Ríkisháskólinn í Ohio, fjölmennasti háskóli Bandaríkjanna, gerir forseta að heiðursdoktor við hátíðlega athöfn í Columbus. Honum er veittur þessi heiður fyrir framlag hans til alþjóðasamfélagsins og baráttunnar gegn loftslagsbreytingum, fyrir að efla samstarf vísindamanna og fræðastofnana á vettvangi umhverfismála og nýtingar náttúruauðlinda og stuðla þannig að launsum á brýnum vandamálum veraldar. Athöfnin fór fram á hátíðarsamkomu háskólans og sóttu hana um fimmtán þúsund manns: prófessorar, kennarar og starfslið háskólans, útskriftarnemendur og fjölskyldur þeirra. Kvöldið áður sat forseti hátíðarkvöldverð í boði rektors háskólans, Gordon Gee.
Myndir.