Landnýting og loftslagsbreytingar. Fyrirlestur
Forseti heimsækir Rannsóknarstofnun landbúnaðarins í Wooster Ohio (Ohio Agricultural Research and Development Center). Stofnunin er hluti af Ohioháskóla, fjölmennasta háskóla Bandaríkjanna. Forseti átti viðræður við prófessora og vísindamenn stofnunarinnar og skoðaði hið víðfeðma athafnasvæði hennar þar sem fram fara margvíslegar gróður- og búskaparrannsóknir. Forseti flutti einnig fyrirlestur í boði rannsóknarstofnunarinnar og háskólans. Fyrirlesturinn bar heitið Soil as the New Soldier in Fighting Climate Change: Iceland’s Lessons for World Sustainability og sóttu hann um 500 vísindamenn, rannsakendur og stúdentar. Í fyrirlestrinum fjallaði forseti um loftslagsbreytingar, bráðnun jökla og árangur af landgræðslu og gróðurvernd á Íslandi, svo og hvaða lærdóma hún felur í sér fyrir aðrar þjóðir.
Fyrirlestur forseta.