Veftré Print page English

Afmælisfundur Þjóðræknisfélagsins


Forseti flytur ávarp á afmælisfundi Þjóðræknisfélags Íslendinga sem haldinn er í Þjóðmenningarhúsinu í tilefni af 70 ára afmæli félagsins. Þjóðræknisfélagið hefur sinnt samskiptum við fólk af íslenskum ættum í Bandaríkjunum og Kanada og fluttu sendimenn þessara ríkja á Íslandi sérstakar kveðjur á samkomunni. Atli Ásmundsson ræðismaður í Winnipeg lýsti fjölþættu starfi sem fram fer í Kanada og flutt var dagskrá í minningu Stephans G. Stephanssonar auk þess sem Gísli Pálsson prófessor flutti erindi um mannfræði Vesturíslendinga. Einnig gerði Caleum Vatnsdal grein fyrir listahátíð ungs fólks Núna Now sem undanfarin ár hefur leitt saman ungt listafólk af íslenskum ættum bæði frá Íslandi og Vesturheimi.