Veftré Print page English

Sendiherra Ástralíu


Forseti á fund með sendiherra Ástralíu á Íslandi, frú Sharyn Minahan, sem senn lætur af störfum. Rætt var um aukna samvinnu Íslands og Ástralíu á sviði jarðhitanýtingar en nýr samningur um það efni skapar grundvöll fyrir margvísleg verkefni. Einnig var fjallað um reynslu Íslendinga af landgræðslu og baráttu við auðnir landsins en Ástralir glíma við hliðstæð vandamál. Mikil breyting hefur orðið á viðhorfi Ástrala til baráttunnar við loftslagsbreytingar en sú ríkisstjórn sem komst til valda í kjölfar siðustu þingkosninga í landinu hefur gert baráttuna gegn loftslagsbreytingum og nýtingu hreinnar orku að forgangsverkefni.