Veftré Print page English

Heimsókn í Masdarborg


Forseti heimsækir byggingarsvæði hinnar væntanlegu Masdarborgar sem ætlað er að verða fyrsta mengunarlausa borg veraldar. Útblástur koltvísýrings verður enginn og allur úrgangur endurunninn. Forseti skoðaði fyrirhugað borsvæði þar sem búið er að reisa undirstöður borsins en áformað er að hefja boranir í leit að jarðhita í næsta mánuði. Að sögn fulltrúa Reykjavik Geothermal verða þetta fyrstu jarðhitaboranirnar í þessum heimshluta. Einnig skoðaði forseti rannsóknar- og háskólabyggingar sem eru að rísa á svæðinu en hinir íslensku námsmenn við Masdarháskólann munu taka til starfa í þessum byggingum snemma á næsta ári.