Veftré Print page English

Þróun heilbrigðismála


Forseti á fund með bandaríska Nóbelsverðlaunahafanum dr. Louis Ignarro og Jóni Óttari Ragnarssyni um þróun heilbrigðismála, mikilvægi breyttra neysluvenja og hreyfingar fyrir bætta lýðheilsu þjóða, árangur sem samtök almennings hafa náð á Íslandi í baráttunni við fjölmarga sjúkdóma, meðal annars berkla, hjartasjúkdóma og krabbamein. Þá var og rætt um breytingar á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna og kosti hins norræna módels í heilbrigðismálum.