Veftré Print page English

Málþing ungra bænda


Forseti flytur setningarræðu á málþingi ungra bænda þar sem rætt var um framtíð íslensks landbúnaðar, tækifæri á fjölmörgum sviðum og hvaða áhrif breytingar í fæðubúskap heimsbyggðarinnar, baráttan gegn loftslagsbreytingum og vaxandi áhersla á fæðuöryggi munu hafa á íslenskan landbúnað á komandi árum. Ræðumenn á málþinginu voru: Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtaka Íslands, Kristín Vala Ragnarsdóttir forstöðumaður umhverfis- og verkfræðisviðs HÍ, Ingibjörg Sigurðardóttir lektor við ferðamálabraut Háskólans á Hólum og Baldvin Jónsson verkefnisstjóri. Fundarstjóri var Ásmundur Einar Daðason alþingismaður. Að málþinginu loknu var haldinn stofnfundur samtaka ungra bænda. Ræða forseta.