Veftré Print page English

Birting bréfa forseta


Forseti hefur ákveðið að birta hér á heimasíðu forsetaembættisins átta af þeim sautján bréfum sem Rannsóknarnefnd Alþingis fékk send og koma þannig til móts við óskir og umræður í samfélaginu. Þessi bréf eru til manna sem látið hafa af embætti auk tveggja annarra einstaklinga. Hin bréfin níu eru öll til þjóðhöfðingja eða æðstu forsvarsmanna ríkja sem enn eru í embætti. Birting slíkra bréfa fáeinum misserum eða árum eftir að þau voru send væri algjör stefnubreyting í samskiptum Íslands við önnur ríki og ekki í samræmi við þær siðareglur sem gilda í samskiptum ríkja. Forseti telur að hann geti ekki einn og sér tekið ákvörðun um slíka stefnubreytingu. Hún yrði að vera niðurstaða af breiðu samkomulagi íslenskra stjórnvalda. Greinargerð og bréf.