Orkunýjung. Kolefnisverksmiðja
Forseti flytur ávarp á sérstakri hátíðarathöfn í Svartsengi í tilefni þess að hafin er bygging verksmiðju sem nýtir koltvísýring til að framleiða metanól. Fyrirtækið
Carbon Recycling International, sem er samstarfsverkefni íslenskra og erlendra aðila, mun byggja verksmiðjuna sem mun marka þáttaskil í endurnýtingu kolefnis og baráttu þjóða heims við loftslagsbreytingar. Í ávarpi sínu gat forseti þess að forystuöfl í fjölmörgum löndum, svo sem Bandaríkjunum, Kína, Indlandi og Miðausturlöndum, fylgdust náið með þessu verkefni. Það væri líka dæmi um hvað íslenskir vísinda- og tæknimenn gætu áorkað í samstarfi við erlenda kunnáttumenn. Verksmiðjan við Svartsengi gæti ásamt kolefnisbindingunni við Hellisheiðarvirkjun orðið mikilvægt framlag Íslendinga til breytingar á orkukerfum heimsins.