Veftré Print page English

Rauðakrossdeildin í Hveragerði


Forseti heimsækir Rauðakrossdeildina í Hveragerði og er heimsóknin liður í kynningardögum Rauða krossins sem einkum miða að öflun nýrra sjálfboðaliða. Í heimsókninni fór fram kynning á fjölþættri starfsemi Rauðakrossdeildarinnar auk þess sem farið var yfir þá lærdóma sem dregnir hafa verið af hjálparstarfinu þegar jarðskjálftar urðu við Hveragerði árið 2008. Þá var rætt um sjálfboðaliðaverkefni sem beinast að því að rjúfa félagslega einangrun fólks, aðstoða þá sem eru í atvinnuleit og fangaverkefni Rauðakrossdeildarinnar á Litla-Hrauni. Auk forseta heimsóttu Anna Stefánsdóttir formaður Rauða krossins og Kristján Sturluson framkvæmdastjóri deildina í Hveragerði. Þau snæddu ásamt forseta hádegisverð með sjálfboðaliðum Hveragerðisdeildarinnar og forystufólki þar sem meðal annars var rætt um reynsluna af sjálfboðaliðastarfi.