Veftré Print page English

Sænska þingið


Forseti á fund með sendinefnd sænska þingsins, Riksdagen, sem heimsækir Ísland til að kynna sér stöðu efnahagsmála, lærdómana sem draga má af bankahruninu og framtíðarhorfur í efnahagslífi landsins. Á fundinum röktu sænsku þingmennirnir reynslu Svía af bankakreppunni fyrir tæpum tuttugu árum og hvaða lærdóma þeir hefðu dregið af henni sem og breytingar sem gerðar hefðu verið í kjölfarið. Sendinefndin er undir forystu Per Westerberg forseta sænska þingsins og mun hún auk funda með alþingismönnum hitta ráðherra að máli.