Veftré Print page English

Kynning á Forvarnardegi


Forseti sækir kynningu á Forvarnardeginum sem fram fór í Háteigsskóla. Auk forseta fluttu ávörp borgarstjórinn í Reykjavík Hanna Bima Kristjánsdóttir, forseti ÍSÍ Ólafur Rafnsson, formaður UMFÍ Helga Guðjónsdóttir, Margrét Tómasdóttir skátahöfðingi, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Guðbjörg Edda Eggertsdóttir aðstoðarforstjóri Actavis. Auk þess voru nemendur og starfsmenn úr Háteigsskóla viðstaddir fundinn og tók skólastjórinn Ásgeir Beinteinsson fyrstur til máls. Forvarnardagurinn fer fram í grunnskólum landsins næstkomandi miðvikudag 30. september. Þar verður sýnt myndband sem flutt var á kynningunni og tillögum og hugmyndum nemenda sem fram koma á deginum verður safnað í heilsteypta greinargerð. Vefsíða Forvarnardagsins.