Veftré Print page English

Forsetamerkið


Forseti afhendir Forsetamerki skátahreyfingarinnar við hátíðlega athöfn í Bessastaðakirkju. Merkið er veitt fyrir sérstakan árangur í skátastarfi og hlutu það að þessu sinni tuttugu og tveir skátar frá Akranesi, Akureyri, Grundarfirði, Kópavogi og Reykjavík. Að lokinni athöfn var merkishöfum og fjölskyldum þeirra ásamt forystumönnum  skátahreyfingarinnar boðið að þiggja kaffi í Bessastaðastofu.