Veftré Print page English

Leiðtogafundur um orkumál


Forseti tekur þátt í umræðum á leiðtogafundi um orkumál sem haldinn er í Washington en hann sækja leiðtogar í atvinnulífi og orkumálum, forystumenn verkalýðsfélaga, háskóla og rannsóknarstofnana. Með forseta í umræðum voru Ted Turner stofnandi CNN, Tim Wirth stjórnandi Stofnunar Sameinuðu þjóðanna (United Nations Foundation) og Dan E. Arvizu hjá Rannsóknarstofu um græna orku (Renewable Energy Laboratory) í Bandaríkjunum. Forseti lýsti hvernig breytingar hefðu orðið á orkukerfi Íslendinga, þann fjárhagslega ávinning sem þjóðin öll hefði notið af þeim breytingum, meðal ananrs í krafti sparnaðar af innflutningi á olíu sem og hvernig framleiðsla á hreinni orku hefði skapað samvinnu við fjölmörg erlend fyrirtæki, háskóla og rannsóknarstofnanir. Rætt var um hvernig Bandaríkin gætu lært af reynslu Íslendinga og annarra þjóða og hvernig hægt væri að hrinda í framkvæmd grundvallarbreytingum á orkukerfi Bandaríkjanna en þær væru nauðsynlegar ef Bandaríkin ætluðu að halda sessi sínum í efnahagslífi veraldarinnar. Vakið hefur athygli hve miklar breytingar í átt að hreinni orku eru að verða í Kína og skapar þð nýjan grundvöll í hinni alþjóðlegu umræðu. Upptaka frá pallborðsumræðum á fundinum.