Veftré Print page English

Viðræður við öldungadeildarþingmenn


Forseti á fund með Tom Harkin öldungadeildarþingmanni í Washington þar sem rætt var um aukið samstarf Bandaríkjanna og Íslands á sviði hreinnar orku og tækni sem getur nýst í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Harkin hefur lengi verið baráttumaður fyrir nýrri sýn á loftslagsbreytingar og orkumál og sér fjölmörg tækifæri í auknu samstarfi Bandaríkjanna við Ísland. Hann hefur nýlega tekið við formennsku í heilbrigðisnefnd öldungadeildarinnar sem Edward Kennedy gegndi um árabil. Harkin telur einnig mikilvægt að Bandaríkjamenn nýti sér reynslu Íslendinga og Norðurlandaþjóða í uppbyggingu heilbrigðiskerfis þar sem tryggð sé heilbrigðisþjónusta fyrir alla án tillits til tekna og þjóðfélagsstéttar.

Þá átti forseti einnig fund með Lisa Murkowski öldungadeildarþingmanni um aukið samstarf á norðurslóðum, þau tengsl sem myndast hafa milli Alaska og Íslands á undanförnum árum og nauðsyn þess að vísindamenn, sérfræðingar og forystufólk í löndunum sem liggja að norðurskautinu efli samstarf sitt.