Veftré Print page English

Varaforseti Bandaríkjanna og kvöldverður í utanríkisráðuneytinu


Forseti flytur ávarp ásamt Joseph Biden varaforseta Bandaríkjanna í fjölmennum kvöldverði sem haldinn var í hátíðarsal bandaríska utanríkisráðuneytisins í Washington. Þar var árangri Íslands á vettvangi hreinnar orku fagnað sérstaklega og forseti ræddi hvernig tæknikunnátta Íslendinga gæti nýst öðrum þjóðum. Í samtali við forseta sagði Biden varaforseti Bandaríkjanna að hann og Obama forseti hefðu nýlega rætt árangur Íslendinga á þessu sviði og þá lærdóma sem af honum mætti draga. Kvöldverðinn sóttu um 300 leiðtogar í bandarísku atvinnulífi og orkumálum, forystumenn verkalýðssamtaka og stjórnendur háskóla og sérfræðistofnana.