Veftré Print page English

Forseti Póllands


Forseti á fund í New York með forseta Póllands Lech Kaczyński þar sem forseti þakkaði Pólverjum fyrir einstaka vinsemd og stuðning við Ísland á tímum efnahagslegra erfiðleika. Ákvörðun Pólverja um lán til Íslendinga án nokkurra skilyrða hefði verið einstakur vinargreiði. Þá var rætt um áhuga forseta Póllands á að koma í opinbera heimsókn til Íslands. Forseti Póllands lýsti áhrifum efnahagskreppunnar á Pólverja og hvernig þeim hefði tekist að verjast henni enda bankakerfið ekki mjög alþjóðavætt þegar hún skall á. Þá var einnig fjallað um viðhorf Pólverja til stækkunar Evrópusambandsins. Fundinn sat einnig Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og embættismenn landanna.