Veftré Print page English

Fundur með forseta Tékklands


Forseti á fund í New York með Václav Klaus forseta Tékklands sem lengi hefur verið áhugamaður um íslensk málefni enda kom hann fyrst til landsins sem fjármálaráðherra fyrir um tuttugu árum. Rætt var um erfiðleika Íslands á undanförnum misserum, horfur á að hagkerfið næði sér á strik á nýjaleik, samskiptin við AGS sem og endurskoðun á ýmsum þeim alþjóðastofnunum sem settar voru á laggirnar á grundvelli valdahlutfalla í veröldinni eftir síðari heimsstyrjöldina. Einnig var vikið að málefnum Evrópusambandsins en Václav Klaus hefur lengi gagnrýnt ýmsa þætti í störfum þess og stefnu.  Fundinn sátu einnig Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og embættismenn landanna. Mynd.