Veftré Print page English

Sjónvarps- og útvarpsviðtöl


Forseti ræðir við útvarpsstöðina Bloomberg News í morgunþætti stöðvarinnar og var einnig í beinni útsendingu sjónvarpsstöðvarinnar Bloomberg Television. Í báðum þáttunum var fjallað ítarlega um stöðu Íslands og líkur á endurreisn hagkerfisins, tækifæri til nýrrar sókar á grundvelli ríkra auðlinda landsins, samskiptin við AGS og lærdóma sem Ísland, Bandaríkin og önnur lönd geta dregið af hinni alþjóðlegu fjármálakreppu. Þá var forseti í gær í ítarlegu viðtali við sjónvarp- og netmiðilinn Forbes þar sem fjallað var um sama efni en auk þess rætt um nýtingu endurnýjanlegrar orku, hættur á loftslagsbreytingum og hvernig fordæmi Íslands, tæknikunnátta og önnur þekking á vettvangi jarðhitanýtingar getur nýst Bandaríkjunum við breytingar á orkubúskap landsins.