Veftré Print page English

Orkumálaráðherra Bandaríkjanna


Forseti situr kvöldverð til heiðurs Steven Chu, nýjum orkumálaráðherra Bandaríkjanna og Nóbelsverðlaunahafa í eðlisfræði. Kvöldverðurinn var haldinn á vegum Stofnunar Sameinuðu þjóðanna, United Nations Foundation, og sátu hann ýmsir forystumenn í umhverfis- og orkumálum og áhrifafólk í umræðum um loftslagsbreytingar, svo sem dr. Pachauri sem nýlega flutti fyrirlestur á Íslandi, og Gro Hartlem Brundtland fyrrum forsætisráðherra Noregs sem nú er sérlegur sendimaður framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í loftslagsmálum. Einnig voru viðstaddir ýmsir aðrir forystumenn Sameinuðu þjóðanna, m.a. Helen Clark fyrrum forsætisráðherra Nýja Sjálands sem nýlega var skipuð framkvæmdastjóri Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP). Auk þess sóttu kvöldverðinn forystumenn ýmissa almannasamtaka og stjórnendur fyrirtækja.