Veftré Print page English

Ísland og fjármálakreppan


Forseti á fund í New York með hópi bandarískra hagfræðinga og sérfræðinga í alþjóðlegum fjármálamörkuðum þar sem rætt var um þróun mála á Íslandi, stöðu landsins og framtíðarhorfur, um samskiptin við AGS og þá lærdóma sem draga megi af reynslu Íslendinga við endurskoðun laga og regluverks sem gildir um hina alþjóðlegu fjármálamarkaði. Einnig var rætt um þá hugmynd að Ísland gæti á næstu misserum orðið vettvangur fyrir samræður hagfræðinga, sérfræðinga, ýmissa fræðimanna og áhrifafólks í alþjóðlegum fjármálum um þær breytingar sem þarf að hrinda í framkvæmd til að draga úr líkum á að slíkar kreppur endurtaki sig. Fundurinn var boðaður að frumkvæði Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafa í hagrfæði sem nýlega kom til Íslands. Myndir.