Veftré Print page English

Dr. Pachauri. Fundir og fyrirlestur


Forseti á fund með dr. Rajendra K. Pachauri, formann loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, IPCC, þar sem rætt var um nauðsyn aðgerða í loftslagsmálum, framlag íslenskra vísindamanna og tæknigreina til rannsókna og aðgerða víða um heim og hvernig hægt er að efla samstarf Íslands og annarra landa á þessum vettvangi. Í kjölfarið ræddu forseti og dr. Pachauri við íslenska vísindamenn sem unnið hafa að kolefnisbindingu og rannsóknum á jöklum. Að því loknu flutti dr. Pachauri fyrirlestur í Hátíðasal Háskóla Íslands í boði skólans og svaraði fyrirspurnum. Þá sat dr. Pachauri hádegisverð á Bessastöðum með nokkrum fulltrúum þingflokka og íslenskum vísindamönnum og ræddi þvínæst við fjölmiðla. Fréttatilkynning sem send var út um heimsókn Pachauris 17. september síðastliðinn.