Veftré Print page English

Sendiherra Kína


Forseti á fund með nýjum sendiherra Kína á Íslandi, Su Ge, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um hvernig samvinna Íslands og Kína hefur stóraukist á undanförnum árum í kjölfar opinberrar heimsóknar þáverandi forseta Kína Jiang Zemin til Íslands og heimsókna forseta Íslands til Kína á undanförnum árum þar sem hann hefur átt árangursríkar viðræður við forseta Kína Hu Jintao. Þá var lögð áhersla á að þróa áfram nýtingu jarðhita í Kína til að byggja hitaveitur í ýmsum borgum. Einnig var rætt um aðra þætti samvinnu í orkumálum sem og umsvif fjölmargra íslenskra fyrirtækja í Kína; samvinnu á ýmsum sviðum vísinda og tækni svo sem varðandi viðvaranir vegna jarðskjálfta og möguleika á að mennta kínverska flugmenn og flugumferðarstjóra á Íslandi.