Sendiherra Hollands
Forseti á fund með nýjum sendiherra Hollands á Íslandi, Richard van Rijssen, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um langa sögu samskipta Íslands og Hollands, sem verið hefðu mikil og náin í gegnum aldirnar, sem og þann vanda sem Icesave málið hefur skapað í samskiptum þjóðanna að undanförnu. Fram kom eindreginn vilji til að leysa málið á farsælan hátt og leggja þannig grundvöll að því að löndin geti heils hugar unnið að því að efla samvinnu sína varðandi þróun Evrópu og málefni norðurslóða.