Veftré Print page English

Þróunarstöð fyrir græna umferð


Forseti ræðir við bandaríska blaðamanninn Jim Motavalli um möguleika Íslands til að vera þróunarstöð fyrir græna umferð, hvernig hægt er að nýta hreina orku sem framleidd er á Íslandi til að auðvelda breytingar á notkun bensínbíla til umhverfisvænna bifreiða, svo sem rafmagnsbifreiða. Einnig var rætt um samstarfið við Mitsubishi og aukið framboð á rafmagnsbílum í Indlandi og Kína og hvernig breyta mætti lögum og reglum til að auðvelda slíka grundvallarbreytingu í orkunotkun þjóðarinnar. Um leið gæti Ísland sýnt öðrum hvernig hægt er að þróa umhverfisvæna umferð á komandi árum.