Veftré Print page English

Norðurslóðir


Forseti á fund með Mead Treadwell, formanni norðurskautsrannóknanefndar Bandaríkjanna (US Arctic Research Commission) en hann hefur um árabil verið einn helsti áhrifamaður í Alaska varðandi samvinnu vísindamanna og forystumanna á norðurslóðum. Rætt var um þær breytingar sem eru að verða á afstöðu stjórnvalda í Bandaríkjunum, þróun Norðurheimskautsráðsins og þær áherslur sem Íslendingar hafa lagt á þessu sviði. Treadwell tekur þátt í fræðaþingi um heimskautasvæðin sem haldið verður á Akureyri næstu daga. Mynd.