Veftré Print page English

Sendiherra Evrópusambandsins


Forseti á fund með nýjum sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, János Herman, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um þá ákvörðun Alþingis að sækja um aðild að Evrópusambandinu og viðræðuferlið á næstu misserum. Þá var fjallað um aukið mikilvægi norðurslóða, bæði gagnvart orkuauðlindum og nýjum siglingaleiðum, mótun nýrrar sjávarútvegsstefnu innan Evrópusambandsins en stefnt er að því að þeirri vinnu ljúki árið 2012. Þá var einnig fjallað um árangur Íslands í nýtingu hreinnar orku og nauðsyn ríkja í Evrópu á að virkja jarðhita og aðrar auðlindir til að geta náð markmiðum alþjóðlegra samninga um minnkun útblásturs gróðurhúsalofttegunda.