Veftré Print page English

Joseph Stiglitz


Forseti á fund með Joseph Stiglitz, prófessor í hagfræði sem hlaut Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar og framlag til þróunar greinarinnar. Rætt var um fjármálakreppur víða um heim og viðbrögð við þeim, aðgerðir Alþjóða gjaldeyrissjóðsins á Íslandi sem frábrugðnar eru í ýmsu fyrri stefnu sjóðsins, tækifæri Íslendinga til að nýta margvíslegar auðlindir landsins, hæfni þjóðarinnar til að styrkja efnahagslífið á nýjan leik, eignarhald á þjóðarauðlindum og hvaða breytingar þurfi að gera á hinu alþjóðlega fjármálakerfi í ljósi þróunarinnar undanfarin misseri. Einnig var rætt um orðspor Íslands á alþjóðavettvangi og taldi prófessor Stiglitz að í ljósi þeirra aðgerða sem Íslendingar hefðu gripið til væri það mun betra en margir landsmenn héldu.