Veftré Print page English

Sendiherra Svíþjóðar


Forseti á fund með nýjum sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, Anders Ljunggren, sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum.  Rætt var um trausta samvinnu landanna, forsæti Svíþjóðar í Evrópusambandinu um þessar mundir, aðildarumsókn Íslands að sambandinu, þróun mála á norðurslóðum og sífellt mikilvægari samvinnu Norðurlanda. Einnig var rætt um áhrif fjármálakreppunnar á Íslandi og hvernig auðlindir landsins geti orðið grundvöllur uppbyggingar. Að lokinni afhendingu trúnaðarbréfs var móttaka fyrir áhrifafólk á ýmsum sviðum íslensks þjóðlífs sem sérstök tengsl hefur við Svíþjóð.