Veftré Print page English

Alþjóðleg kolefnisráðstefna


Forseti flytur ræðu við opnun alþjóðlegrar ráðstefnu um kolefnisbindingu sem haldin er í Hellisheiðarvirkjun. Ráðstefnuna sækja vísindamenn og sérfræðingar frá mörgum löndum og er viðfangsefni hennar að ræða hvernig hægt er að binda kolefni og geyma það í jörðu eða neðansjávar og þar með draga verulega úr hættunni á loftslagsbreytingum á komandi áratugum. Mikilvægur þáttur í ráðstefnunni er kynning á CarbFix verkefninu sem unnið hefur verið að á Íslandi í samvinnu Háskóla Íslands, Columbia University, háskólans í Toulouse og Orkuveitu Reykjavíkur. Það verkefni spratt upp úr Global Roundtable of Climate Change sem forseti átti þátt í að koma á fyrir nokkrum árum og leiddi saman innan þeirra vébanda íslenska vísindamenn og bandarísku vísindamennina Wally Brocker og Klaus Lachner sem eru meðal þeirra fremstu í veröldinni á þessu sviði. Ræða forseta.