Kolefnisbinding
Forseti tekur á móti fjölmennri sveit vísindamanna, sérfræðinga og tæknifólks fra ýmsum þjóðlöndum sem taka þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um kolefnisbindingu, Carbon Storage and Sequestration, sem haldin verður í Hellisheiðarvirkjun næstu daga. Grundvöllur ráðstefnunnar er samstarf Háskóla Íslands, Columbia háskóla, háskólans í Toulouse og Orkuveitu Reykjavíkur sem stofnað var til fyrir nokkrum árum, meðal annars að frumkvæði forseta.
Vefsíða samstarfsverkefnisins.