Veftré Print page English

Sendiherra Danmerkur


Forseti á fund með nýjum sendiherra Danmerkur á Íslandi, Sören Haslund, sem afhenti trúnaðarbréf á Bessastöðum. Rætt var um vaxandi samvinnu Íslands og Danmerkur, mikilvægi norðurslóða og árangur lananna á sviði hreinnar orku, jarðhita og vatnsorku á Íslandi og vindorku í Danmörku. Einnig var rætt um þróun Evrópumála, og sögu og menningu sem tengir þjóðirnar saman. Að lokinni afhendingu trúnaðarbréfs var móttaka fyrir áhrifafólk á ýmsum sviðum íslensks þjóðlífs sem sérstök tengsl hefur við Danmörku.