Stefnumót á Ströndum
Forseti flytur ávarp við upphaf atvinnu- og menningarsýningar á Hólmavík sem ber nafnið Stefnumót á Ströndum. Þar kynna fyrirtæki, félagasamtök, skólar, aðilar í ferðaþjónustu og margvísleg samtök heimamanna starfsemi sína og sýn á framtíðina. Í ávarpinu áréttaði forseti að samtakamáttur og bjartsýni Strandamanna gæti vísað þjóðinni veginn á tímum mikilla erfiðleika því löngum hefði Strandasýsla verið sá landshluti sem mest hefði átt á brattann að sækja.
Ávarp forseta.
Myndir.