Veftré Print page English

Staða Íslands. Alþjóðlega fjármálakreppan


Forseti á samræðufund með hópi erlendra forystumanna, sérfræðinga og stjórnenda, aðallega frá Banadríkjunum og Bretlandi, um hina alþjóðlegu fjármálakreppu. Á fundinum var rætt um stöðu Íslands i kjölfar bankahrunsins, áhrif hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu og þau tækifæri og auðlindir sem endurreisn íslensks efnahagslífs getur byggst á. Hópurinn er hér í boði William McDonaugh, en hann er meðal helstu áhrifamanna í umhverfismálum í veröldinni. Auk hans tóku þátt í samræðunum m.a. stjórnendur umhverfismála í ríkisstjórn Kaliforníu og hjá WalMart verslunarsamsteypunni sem og Martin Sorell forstjóri hins alþjóðlega kynningar- og auglýsingafyrirtækis WPP.