Alþjólegt skátamót
Forseti heimsækir alþjóðlegt skátamót RoverWay sem haldið er á Úlfljótsvatni. Mótið sækja um 3000 skátar aðallega frá Evrópulöndum. Forseti skoðaði kynningarbása skáta frá ýmsum löndum, ræddi við hópa sem ferðuðust um Ísland áður en komið var að Úlfljótsvatni. Þá ræddi forseti einnig við erlenda og íslenska forystumenn skátahreyfingarinnar. Mótið þykir í alla staði sérlega vel heppnað.
Myndir