Veftré Print page English

Garðarshólmi


Forseti tekur við boði um að vera viðstaddur opinbera vígslu á Garðarshólma á Húsavík 25. júlí 2011. Sendiherra Svíþjóðar, Madeleine Ströje-Wilkens, tók við sams konar boði til Karls Gústavs Svíakonungs en hann og forseti Íslands eru verndarar verkefnisins. Garðarshólma er ætlað að vera sögu- og fræðslumiðstöð þar sem m.a. verður lögð áhersla á sameiginlegan menningararf Íslendinga og Svía og fjallað verður um samspil gróðureyðingar, loftslagsbreytinga og annarra  umhverfisþátta. Garðarshólmi er kenndur við sænska víkinginn Garðar Svavarsson sem kom til Húsavíkur í kringum 870 og nefndi landið Garðarshólma. Forseti átti einnig viðræður við forsvarsmenn Garðarshólma verkefnisins.