Veftré Print page English

Michael Porter


Forseti á fund með bandaríska prófessornum Michael Porter sem er meðal fremstu sérfræðinga heims í samkeppnishæfni þjóða og hefur í áratugi verið meðal virtustu kennara Harvard Business School. Rætt var um þróun Íslands á undanförnum árum og áratugum, afleiðingar bankahrunsins og hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu, tækifæri Íslands á fjölmörgum sviðum á komandi árum, bæði vegna fjölmargra auðlinda og hæfileika og þekkingar, ríkulegs mannauðs. Þá var rætt um hvernig kenningar í hagfræði og fjármálafræðum sem ráðandi hafa verið í háskólum Vesturlanda þyrftu nú endurskoðunar við. Einnig voru reifuð tækifæri í samstarfi Íslands og Rúanda en Micheal Porter hefur verið ráðgjafi þarlendra stjórnvalda.