Veftré Print page English

Grænland - Loftslagsbreytingar


Forseti heimsækir Náttúrufræðistofnun Grænlands í Nuuk og kynnir sér víðtækar rannsóknir sem fram fara á hafinu, sjávarís, jöklum og dýralífi. Grænlenskir vísindamenn hafa á undanförnum árum þróað ýmis rannsóknarverkefni sem sýna áhrif og hraða loftslagsbreytinga og hvaða breytingar þær hafa í för með sér. Slíkar rannsóknir eru mikilvægar fyrir alþjóðlega þekkingu og geta orðið grundvöllur að nauðsynlegum ákvörðunum í loftslagsmálum. Jafnframt var rætt um mikilvægi samstarfs þjóða á norðurslóðum á sviði rannsókna og vísinda. Myndir.