Veftré Print page English

Orðuveiting


Forseti sæmir tíu Íslendinga fálkaorðunni við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Mynd
Þeir eru:

1. Árný J. Guðjohnsen ritari, Reykjavík, riddarakross fyrir störf að félags- og mannúðarmálum.
2. Björn Jónsson fyrrverandi skólastjóri, Seltjarnarnesi, riddarakross fyrir framlag til uppeldismála, menningar og skógræktar.
3. Böðvar Guðmundsson rithöfundur, Danmörku, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar menningar og bókmennta.
4. Guðrún Jónsdóttir bóndi, Arnbjargarlæk, riddarakross fyrir störf á vettvangi félags- og velferðarmála.
5. Hafsteinn Þorvaldsson fyrrverandi formaður UMFÍ, Selfossi, riddarakross fyrir framlag til félags- og íþróttamála.
6. Helga Jónsdóttir bæjarstýra, Fjarðabyggð, riddarakross fyrir framlag til opinberrar stjórnsýslu.
7. Hólmfríður Árnadóttir fyrrverandi prófessor, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til listgreinakennslu í íslensku skólakerfi.
8. Ólafur Eggertsson bóndi, Þorvaldseyri, riddarakross fyrir nýjungar í landbúnaði.
9. Pálína Ása Ásgeirsdóttir hjúkrunarfræðingur, Sviss, riddarakross fyrir framlag til alþjóðlegs hjálparstarfs.
10. Páll Bergþórsson fyrrverandi veðurstofustjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir rannsóknir á veðurfari og sögu þess.