Veftré Print page English

Endurheimt landgæða


Forseti á fund með Andrési Arnalds fagmálastjóra Landgræðslu ríkisins og Luca Montanarella yfirmanni Joint Research Center hjá Evrópuráðinu um reynslu Íslendinga í landgræðslu, hvernig samvinna við bændur hefur skilað miklum árangri og hvernig hin ýmsu lönd í Evrópu geta nýtt sér reynslu Íslendinga til að auka árangur landgræðslu. Einnig var fjallað um mikilvægi þess að aðgerðir í landgræðslumálum og endurheimt landgæða yrðu liður í alþjóðlegu samkomulagi um aðgerðir í loftlagsmálum sem rædd verða á fundinum í Kaupmannahöfn í  desember.