Veftré Print page English

Forseti Kýpur - Smáþjóðaleikar


Forseti á fund með Dimitris Christofias forseta Kýpur. Á fundinum var rætt um samvinnu smárra þjóða í Evrópu, árangur Kýpur og Íslands við nýtingu hreinnar orku og hugsanlega lausn á langvarandi deilum um skiptingu eyjarinnar en forseti Kýpur lýsti ítarlega tilraunum sínum til að ná samkomulagi við forystusveit tyrkneska minnihlutans sem skapað gæti grundvöll að nýju stjórnskipulagi á Kýpur og tryggt friðsamlega sambúð allra eyjarbúa. Þá fjallaði forsetinn einnig um reynslu Kýpur og annarra smárra þjóða af aðild að Evrópusambandinu. Myndir. Fréttatilkynning.