Veftré Print page English

Íslensku menntaverðlaunin


Forseti veitir Íslensku menntaverðlaunin í kvöld, fimmtudaginn 28. maí. Athöfnin verður í Hofsstaðaskóla í Garðabæ og hefst dagskráin kl. 19:00.
Íslensku menntaverðlaunin, sem einkum eru bundin við grunnskólastarfið, verða veitt í fjórum flokkum:

1. Skóla sem sinnt hefur vel nýsköpun eða farsælu samhengi í fræðslustarfi.
2. Kennara sem skilað hefur merku ævistarfi eða á annan hátt skarað framúr
3. Ungum kennara sem í upphafi kennsluferils hefur sýnt hæfileika og lagt alúð við starf sitt.
4. Höfundi námsefnis sem stuðlað hefur að nýjungum í skólastarfi.


Öllum sem starfa á vettvangi grunnskóla og láta sig skólamál miklu varða, kennurum, nemendum, foreldrafélögum, skólum og öllum almenningi var boðið að tilnefna þá sem þeir töldu verðuga verðlaunahafa. Mikill fjöldi tilnefninga barst.
Tvær dómnefndir hafa starfað í aðdraganda verðlaunaveitingarinnar. Í þeirri dómnefnd sem fjallaði um tilnefningar í fyrsta og fjórða flokki, þ.e. skóla og námsefni, sátu:

  • Birna Lárusdóttir, bæjarfulltrúi Ísafjarðarbæ
  • Trausti Þorsteinsson, fyrrverandi fræðslustjóri og starfsmaður Háskólans á Akureyri
  • Ellert Borgar Þorvaldsson, skólastjóri Ártúnsskóla
  • Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík
  • Börkur Hansen, prófessor við Kennaraháskóla Íslands

 

Í dómnefnd sem fjallaði um tilnefningar í öðrum og þriðja flokki, þ.e. kennara, sátu:

  • Haraldur Finnsson, fv. skólastjóri
  • Ólína Jónsdóttir, fv. aðstoðarskólastjóri
  • Hafrún Dóra Júlíusdóttir, fv. formaður skólanefndar Hafnarfjarðar
  • Ragnar Z. Guðjónsson, sparisjóðsstjóri
  • Ólafur H. Jóhannsson, lektor við Kennaraháskóla Íslands

 

Fulltrúum fjölmiðla er boðið að vera viðstaddir verðlaunaveitinguna. Þar verða einnig meðal gesta kennarar, nemendur, áhugafólk um skólastarf og forystufólk á vettvangi kennara- og uppeldismenntunar í landinu.


Nánari upplýsingar veita skrifstofa forseta Íslands (540 4400), Örnólfur Thorsson forsetaritari (896 3028), Guðbrandur Stígur Ágústsson verkefnisstjóri Íslensku menntaverðlaunanna (862 8049), Árni Sigurjónsson skrifstofustjóri (820 4946) og Ragna Þórhallsdóttir (861 2596).