Veftré Print page English

Heimildamynd um fjármálakreppuna


Forseti ræðir við bandaríska fræðimanninn og kvikmyndagerðarmanninn Charles H. Ferguson sem vinnur að gerð hemildamyndar um hina alþjóðlegu fjármálakreppu. Ferguson hlaut sérstök verðlaun á Sundance kvikmyndahátíðinni árið 2007 fyrir heimildamynd sína um Íraksstríðið en sú mynd var líka tilnefnd til Óskarsverðlauna. Ferguson hefur einnig gefið út bækur um viðskiptalíf og efnahagsmál. Heimildamyndin sem hann vinnur nú að er gerð á vegum Sony Pictures Classics.