Forseti Íslands
The President of Iceland
Masdarborg
Forseti á fund með dr. Sultan Al-Jaber og sendimönnum frá Abu Dhabi um byggingu Masdarborgar en henni er ætlað að vera fyrsta borg veraldar sem grundvölluð er á lögmálum um hreina orku og umhverfisvæna lífshætti. Íslenskir sérfræðingar í nýtingu jarðhita hafa tekið þátt í þróun borgarinnar. Forseti hefur átt samstarf við forystumenn Masdarborgar, tekið þátt í heimsráðstefnu um hreina orku sem skipulögð var í tengslum við Masdar og á einnig sæti í dómnefnd um alþjóðleg orkuverðlaun sem ætlað er líkt og Masdarborg að stuðla að auknu hlutfalli hreinnar orku í veröldinni.
Letur: |
| |