Veftré Print page English

Egyptaland


Forseti á fund með nýjum sendiherra Egyptalands hr. Tamer Abdel-Aziz Abdalla Khalil sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um þróun mála í Miðausturlöndum og framlag Egyptalands til friðarumleitana bæði milli Palestínumanna innbyrðis og Palestínumanna og Ísraela. Einnig var rætt um nýjar áherslur í afvopnunarmálum í ljósi stefnu Obama Bandaríkjaforseta um að útrýma öllum kjarnorkuvopnum en Egyptaland hefur í áratugi gegnt mikilvægu hlutverki í fjölþjóðaviðræðum um það efni, einkum í ljósi hættu á kjarnorkukapphlaupi í Miðausturlöndum.