Veftré Print page English

Forsætisráðherra á Bessastöðum


Forseti á fund með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra þar sem rætt var um úrslit alþingiskosninganna og viðræður Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs um framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. Á blaðamannafundi áréttaði forseti að minnihlutastjórnin sem Jóhönnu Sigurðardóttur hefði verið falið að mynda í lok janúar hefði nú hlotið stuðning meirihluta alþingis og þjóðarinnar. Því væri stjórnskipulega ekkert því til fyrirstöðu að hún sæti áfram sem fullburðug ríkisstjórn. Flokkarnir gætu því tekið sér þann tíma sem þyrfti fyrir þær viðræður sem forsætisráðherra fjallaði um á fundi sínum með forseta. Myndir.