Veftré Print page English

Þjóðleikur á Austurlandi


Forseti sækir lokahátíð Þjóðleiks sem haldin er á Egilsstöðum en Þjóðleikur er samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og skóla á Austurlandi, allt frá Borgarfirði eystra og Vopnafirði til Hornafjarðar. Nemendur fluttu þrjú ný íslensk leikrit sem samin hafa verð af Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann,  Sigtryggi Magnasyni og Bjarna Jónssyni sérstaklega fyrir Þjóðleik. Í upphafi var farin skrúðganga allra þátttakenda frá Valaskjálf að hinni nýju menningarmiðstöð sem sett hefur verið á fót í gamla sláturhúsinu á Egilsstöðum. Þjóðleikur er nýjung í samstarfi Þjóðleikhússins við skóla og byggðarlög á landsbyggðinni.