Veftré Print page English

Útflutningsverðlaun


Forseti afhendir Útflutningsverðlaun forseta Íslands við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Verðlaunin hlaut Vaki fiskeldiskerfi (sjá nánar á vefsíðu Útflutningsráðs). Í ávarpi sínu nefndi forseti að Vaki væri gott fordæmi um hvernig samvinna þekkingarsamfélags, háskóla og vísindamanna við atvinnulífið gæti skapað ný sóknarfæri. Á þeim tímum þegar þjóðin þurfi að efla og styrkja úflutning á mörgum sviðum sé Vaki fróðlegt dæmi um þann árangur sem hægt er að ná. Fréttatilkynning.