Veftré Print page English

Jarðskjálftar á Ítalíu


Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur í dag sent forseta Ítalíu Giorgio Napolitano samúðarkveðjur sínar og íslensku þjóðarinnar vegna hörmunganna sem orðið hafa í kjölfar jarðskjálftanna í Abruzzo. Fjöldi hefur látist og þúsundir misst heimili sín. Fjölskyldur og vinir hinna látnu og slösuðu og hinir heimilislausu muni vonandi öðlast styrk til að glíma við sorgir og erfiðleika.

Forseti vék einnig í kveðjunni að rannsóknum Íslendinga á sviði jarðskjálfta og hinu öfluga viðvörunarkerfi sem íslenskir vísindamenn og sérfræðingar hefðu þróað. Sú þekking gæti verið framlag Íslendinga til þjóða sem byggju við hættu á jarðskjálftum.